blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, október 28, 2003

omigod. Thvilikur kuldi fyrir utan. Thad la vid ad nef mitt langt og mjott dytti af eftir ad hafa verid utandyra i cirka fimm minutur. Og thetta a einungis eftir ad versna, og thad mjog mikid. En a Islandi er 22 stiga hiti?? Thad er eitthvad mikid ad...

Jarnfruin er maett til Moskvu. Jarnfruin er kennarinn okkar fra Kaupmannahofn, tho hun se russnesk. Hun heitir Elena Vladimirovna og er mjog, mjog strong kona. Eg verd alltaf rosalega pirrud af samskiptum vid hana, af thvi hun er alltaf ad skamma mann eda setja ut a mann a einhvern hatt. Thad fyrsta sem hun sagdi var ad framburdurinn okkar vaeri enntha "elendig" og hefdi ekkert lagast. Thank you mister!! Mer finnst framburdurinn minn hafa lagast, sama hvad hun segir, tho ad eg viti vel ad hann er langtifra fullkominn. En Rom var sko ekki byggd a einum degi, og russnesku laerir madur ekki ... a ...tja, theim tima sem eg hef laert hana a.
Eg for bara i rosalega vont skap eftir ad hun var buin ad skamma okkur i gaer, og svo var haldinn otrulega langur fundur, eins og allir fundir med henni eru. Eg stakk af a endanum, eins og alltaf. Fatta ekki hvernig hinir meika ad sitja og hlusta a thetta rofl.

Sa Kirill i gaer, hann var ad drekka kok. Eg flytti mer burt og let eins og eg hefdi ekki sed hann, og annad hvort sa hann mig ekki eda hann sa mig og let sem hann saei mig ekki. Kirill er strakur sem eg kynntist fyrsta daginn, og akvad tha ad vid skyldum verda vinir. Vid hittumst nokkrum sinnum, thar til kaudi tok ad syna sitt retta andlit og mer for ad lika hann minna og minna. I stuttu mali sagt er hann alger faviti og eg vil ekkert med hann hafa ad gera, en honum fannst mjog erfitt ad skilja thad og var alltaf ad koma eda senda mer sms. Eg held ad hann hafi fattad daemid nuna. Vid rifumst naerri thvi seinast thegar vid hittumst, eg var alveg med brjaladan hjartslatt og titradi og skalf thegar eg lokadi dyrunum a ofetid, hef ekki rifist vid neinn svo lengi. Eins og eg var otul i thvi og i godri thjalfun her a arum adur, tha kom thetta mer algerlega ur jafnvaegi, og eg vard ad kalla a Amberly og hella ur skalum reidi minnar og gedshraeringu. Amberly er herbergisfelagi minn fra Ameriku. Eda ekki herbergisfelagi, thar sem vid hofum hvor sitt herbergi. En hun er frabaer, algert edalmenni. Vid erum alltaf ad hella ur skalum sorgar, reidi og ahyggj...ahyggja(?) okkar og hlustum a hvora adra og reynum ad gefa god rad eftir thvi sem vid a. Yfirleitt er vidhofd tedrykkja og sukkuladiat vid thessi taekifaeri, enda er hun alger sukkuladigris. Og eg lika, svo thad fer agaetlega saman.
I kvold aetlum vid Nanna og Anne aftur a Ballantines. Thad er hipphoppkvold thar i kvold. Svo vid thurfum ad fara og kaupa bjor eda eitthvad alika. Ut i kuldann. An hufu. Brrr.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home