Hæ og hó, komin heim frá Spáni eftir mjög afslappandi viku í Oviedo og einn steikjandi heitan dag í Madrid (já, það var 40 stiga hiti!!).
Ferðin heim var fremur óafslappandi, flugvélinni seinkaði talsvert þar sem að einn farþegi mætti ekki á staðinn og þá þurfti að leita að töskunum hans og henda þeim út. Allir urðu auðvitað gráhærðir af áhyggjum og hræðslu við að þarna væri Al-Quieda komin undir leyninafninu Claus Jensen. Til allrar hamingju reyndist ekki vera svo, hinsvegar tel ég nokkuð víst að barnið sem sat fyrir aftan mig hafi verið afsprengi hins illa sjálfs: krakkagerpið orgaði og hrein og sparkaði í sætið mitt alla ferðina. Mamma litla skoffínsins sinnti því engu og var alveg hissa: "hvad då? Sparkar hun?" þegar ég snéri mér við og bað hana vinsamlegast að hafa hemil á fóta-og rassaköstum afkvæmisins.
Lifandi komumst við þó heim, en þegar við loksins komumst í háttinn gat ég engan veginn sofnað fyrr en undir morgun, og því tilkynnti ég mig veika í vinnuna í dag. Svo er ég bara farin að leita mér að nýrri vinnu, hætti í hjemmeplejen ekki seinna en 8.ágúst (og því verður sko fagnað), og ef að ég á að geta fjármagnað öll þau símtöl og utanlandsferðir sem liggja fyrir hið komandi ár, er ekki um annað að ræða en að bretta upp ermarnar og skeina gamlingjum í akkorði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home