Miguel er að búa til late night dinner, klukkan orðin níu. Það var nú reyndar hinn venjulegi kvöldmatartími á æskuheimili mínu og ég var yfirleitt mjög pirruð á því. Enda borða ég alltaf sjálf um sjö eða átta. En svona eru þessir Spánverjar afslappaðir, hann er hér á stuttbuxum og sandölum að borða nammi, hrista kartöflur á pönnu og segja mierda við litla eldhúsið mitt. Hann er reyndar ekkert svo afslappaður einmitt núna...
Sjálf ligg ég í lamasessi og fer ekki í vinnuna á morgun, liggur við að það þyrfti að panta hjemmehjælp handa mér líka. Það er nefnilega e-ð að bakinu á mér og mér finnst ekkert mjög þægilegt að hreyfa mig of mikið. Fer til læknis á morgun.
2 Comments:
Ég held að mestnotaða orð unnusta míns sé "merde!". Gildir einu hvert tilefnið er. Eða hvort viðmælandi er til staðar. SuðurEvrópa!!
By Nafnlaus, at 5:11 e.h.
Þið eruð svo miklar útlendingahórur!!! ;)
Hér er bara sagt andskotans eða djöfulsins eða annað álíka þjóðlegt!
By Sif, at 7:42 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home