blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, júlí 16, 2005

Hversu eðlilegt er það að vera vitlaus í hreyfingu og nammi á sama tíma? Er búin að vera í nammi og lakkríssnappi síðan ég kom heim frá la Espanjola, í gær hakkaði ég í mig einn Lossepladsen á mettíma yfir Terminator 2 og lognaðist svo út af af sykursjokki og háu sýrustigi í maga. Í dag keypti ég finnskt bland í poka, reif það í mig og henti svo restinni, enda borða ég bara góðu molana.

Á morgun koma systur mínar tvær og Grétar, kærasti Hallgerðar, og Miguel er að rifna af spenningi. Við ætlum að búa til tapas og hann er alveg að snappa í sí flóknari og viðameiri matseðlum, en á endanum tókst mér að setja manninum stólinn fyrir dyrnar og banna ommelettur og súkkulaðitertur sem krefjast tveggja daga eldamennsku. Nú ætla ég, í stíl Tinnu Sigurðardóttur að útmála matseðilinni fyrir lesendum:

- Gazpacho
-Hvítlaukssteiktar rækjur
- Serranoskinka, Chorizo og ostar frá Asturiashéraði
- Spænskt salat
-Ofnbökuð eggaldin með tómötum og osti
-Chili kartöflur

Er þetta ekki meget meget lækkert??? Svona er maður orðinn spænskt inspireruð... Er m.a.s. kominn með bækur fyrir sjálfsnám í spænsku, vonandi að ég geti sýnt þann dugnað og sjálfsaga að læra nokkrar setningar til að hósta upp úr mér næst þegar ég kem í heimsókn í El krummóskuz. Í héraðinu hans Miguel kann nefnilega enginn ensku. Þetta var eiginlega svolítið eins og að koma til Rússlands, bara talsvert huggulegra, maturinn var betri, fólkið meira afslappað osvfr.

Svo vorum við í Madrid seinasta daginn af fríinu, og Jesús Kristur - hefur fólk þar í bæ aldrei séð samsetninguna ljóshærð kona + brjóst? Það mætti halda, því hver einasti karlmaður á aldrinum 5 - 95 ára (og heilmikið af konunum líka) góndu ófeimnir ofan í hálsmálið á græna kjólnum mínum og það var hóað og hæað, alveg sama þó kavaler væri mér við hlið. Hef reyndar heyrt svipaðar sögur um Suður-Evrópska menn frá vinkonum mínum, og auðvitað hef ég reynt sitt af hverju í þessum efnum (í glápi og viðreynslum á götum úti, þ.e.a.s.), en ekki grunaði mig að þetta væri svona gróft. Jeddúddamía! Auðvitað alltaf smá flatterandi þegar manni er veitt athygli, en þetta var fáránlegt...

2 Comments:

  • Hóhó! Bara farin að linka! Link beibí link! Rosalega líst mér vel á þetta allt saman! Hvenær kemurðu með hann til Islandos?

    By Blogger Tinnuli, at 4:48 f.h.  

  • Það er allt enn óráðið, en stefnt er á Íslandsreisu næsta sumar :-)

    By Blogger Jon Kyst, at 7:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home