blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, september 25, 2005

Snapp snapp

Þá er ég búin að vinna nærri 46 tíma í þessari viku með námi og geri aðrir betur. Á undraverðan hátt hefur mér tekist að leika við vini mína í þessari viku, læra heima, þrífa og fara einu sinni að grenja í vinnunni, allt á þessari einu viku. Svo er Miguel að koma í næstu viku (JIBBÍ) og þá ætla ég að taka mér smá frí.


Svo fór ég að sjá Nochnoi Dozor í gær. Rússar mega nú alveg fara að taka sig á. Eins og þessi þjóð hefur alið af sér stórkostlega rithöfunda, þá virðist kvikmyndastjóragenið hafa misheppnast eitthvað hjá þeim. Það er alveg ótrúlegt hvað margar rússneskar bíómyndir þjást af langdrægni, lausum endum og ólíklegri atburðarás, og þessi mynd er illa þjáð af öllum þessum einkennum. Þar að auki var algerlega óljóst hvort þetta átti að vera framtíðar-scifi, ævintýramynd, hryllingsmynd, hamfaramynd, tölvuleikur, tónlistarmyndband eða paródía á sovétskum sósíalrealisma. Þrátt fyrir þetta skemmtum við Nanna og Anne okkur ágætlega, en það var í raun bara af því að við þekkjum til Rússlands og Rússa. Ef ég vissi ekkert um Rússland hefði ég gengið út af þessari mynd eftir fyrsta hálftímann. Myndin var svo rúmir tveir tímar og af einhverri algerlega óskiljanlegri ástæðu eiga eftir að koma tvær myndir í viðbót af þessu kjaftæði. Pazhalsta, prekratite etu jerundu.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home