blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, september 16, 2005

Mætti í fyrsta sinn í Kulturvidenskabelige Forskningsretninger og fékk pínu sjokk yfir að vera í tíma þar sem nemar voru fleiri en tíu, sem er staðallinn í rússneskunni. Konur voru í algerum meirihluta, nokkrir velfríseraðir yngissveinar vingluðust þarna um með kaffi í annarri og skruddu í hinni, en mikið þótti mér annars til þess koma hversu stórt hlutfall kvennanna hefði sæmt sér vel á forsíðu tískublaðs. Allt í einu skildi ég hvað það er sem lokkar menn úr öllum öðrum heimshlutum hingað á norrænar slóðir - konurnar hér á Norðurlöndum eru hreinlega svo fallegar!

Fagið var svo mjög áhugavert, þarna er húmanisminn eins og hann leggur sig með öllum sínum stefnum og straumum útskýrður og mér sýnist á á öllu að þetta sé hálfgert skyldufag fyrir alla húmanista. Gleðiefni þótti mér að ritgerðirnar tvær sem á að skrifa yfir önnina eru ekki nema 2-3 síður og seinni ritgerð á að skila eftir miðjan janúar, svo ég er að hugsa um að hringja í icelandexpress og breyta farinu mínu...

2 Comments:

  • Húrrandi húrra!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:18 e.h.  

  • Já í gvuðanna bænum vertu lengur á Íslandi um jólin. Við verðum þá loksins í frí og þú verður að hitta hinu frægu singlur;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home