Stundin nálgast...
...og íbúðin mín er svo hrein að hún er nánast steríl. Viðbúnaðurinn við heimsókn þessari hefur verið svipaður og ef arabískur sheik væri að koma í konunglega heimsókn. En minna má það víst ekki vera í mínum fullkomnunarsjúku augum, ég er t.d. búin að kaupa rússneskt kampavín og get ekki alveg ákveðið hvað á að vera með því, svona nætursnakk þegar við komumst heim frá Malmö seint í kvöld.
Annars er ég algerlega að tryllast yfir geislaspilaranum mínum. Oftar en ekki harðneitar hann að spila nokkurn disk, heldur hringsnýr þeim með ömurlegu skurrhljóði og ég fæ ekkert að gert. Ekki dugar að berja kvikindið til hlýðni, það er margreynt og ég veit satt best að segja ekki hvað skal til bragðs tekið. Svo er ég svona að reyna að krafsa mig í gegnum langan, langan texta um historisk materialisme. Hver skrifar þetta og hví?
1 Comments:
hei! spilarinn minn gerir nákvæmlega þetta sama! hann ákveður reyndar líka eftir eigin hentisemi hvort hann vilji nota hátalarana þann daginn og svo fer hann stundum í verkfall með tilheyrandi látum eins og þinn gerir. þá er ekkert hægt að gera, bara bíða í nokkra daga eða eitthvað:s
By Halla, at 4:46 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home