blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, september 26, 2005

HVER fann upp á því að gallabuxur ættu að vera lágar í mittið? Það getur ekki nokkur manneskja með líkamsþyngd yfir tuttugu kílóum verið í þessu, því um leið og sest er niður, vella keppirnir niður á lærin á manni. Til allrar hamingju eru eðlilegar buxur komnar aftur í búðirnar, ekki það að ég eigi nokkurn pening til að kaupa þær, snökt snökt. Þar sem ég er bara að vinna einn dag í þessari viku sé ég fram á gjaldþrot (á að senda mig í Happy Therapy eða hvað), rifnar buxur og gatslitna sóla það sem eftir er. Og spaggettí með tómatsósu, auðvitað.

Jæja, hvað sem öllum fátæktarpælingum líður, breytist sú ánægjulega staðreynd að minn unaðslegi heitmaður er á leiðinni hingað til lands á miðvikudagskvöldið, og hef ég staðið á hausnum við að undirbúa komu guttans.
Meðal annars ætla ég í bíkínívax á morgun og er eiginlega nokkuð spennt að sjá hversu agalegt þessi meðferð er í raun og veru.

OOOOOhhh helvítis Niarn! Mit liv mine regler djöfulsins rugl. Ég er komin með ógeð á dönskum röppurum sem halda að þeir hafi alist upp í Bronx undir ánauð kerfis og glæpona, en ekki í friðsælum dönskum smábæ undir tryggum verndarvæng mjúks pabba og framsýnnar móður.

2 Comments:

  • Ja ,fatta heldur ekki alveg ad gallabuxur eigi ad vera thægilegur fatnadur? Thær geta alveg verid smart en ekki sigra thær joggarann hvad thægindi vardar.....

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:42 e.h.  

  • er þetta í fyrsta sinn sem þú ferð í svona vaxmeðferð?

    By Blogger Halla, at 3:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home