blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, júní 22, 2006

Hvaða vitleysa er hér í gangi? Nú er ég búin að skemmta mér yfir Ópru og Dr.Phil allt síðdegið (eftir að ég kom heim úr prófinu sko) og gripið í húsverk í auglýsingahléum, og svo slokknaði bara óforvarandis á bæði Kanal3 og Kanal3+. Það er eins gott að þessu verði kippt í lag snarest muligt, því ég vil vita hvaða stelpa verður send heim í TopModel, sem á að byrja eftir korter.

En prófið, já. Það gekk vel, fékk 9 sem er sjálfsagt eins og að fá 8 á íslenskan skala, er bara sátt við það og sérlega sátt við þá staðreynd að þetta var seinasta prófið í BA-gráðunni. Þegar ég fæ einkunnina fyrir bókmenntaritgerðina, get ég með sanni sagst hafa BA-gráðu í rússnesku, húrra! Í tilefni dagsins er ég að sjóða kjötsúpu úr lambaketi, sem brosmildur Írani seldi mér í dag, og svo koma Lisa Hoelle og Eric á eftir. Þau vinna á DIS og eru skemmtileg. Vonandi taka þau fullt af víni með svo við getum orðið pínu full, svona í tilefni dagsins já. Hér fyrir ofan má sjá mynd af mér og Lisu að fararstýrast í Rússlandi á seinustu önn. Í þeirri ferð kynntist ég einmitt honum Armen, sem er kærastinn minn í dag. Held ég skelli bara inn nokkrum myndum úr þeirri ferð, svei mér þá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home