blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, júní 15, 2006

Hér á Sjálandi er musvåge nokkur að hrella hlaupara í skógi norðarlega á eyjunni. Þetta minnir mig á þegar Ivan laug að mér að það væri sífellt eitthvert illfygli með stærðarinnar gular glyrnur að guða á gluggann honum, mursejler að heiti. Slíkur fugl er mér vitanlega ekki til en ég trúði þessu eins og hvert annað nýborið lamb. Trúgirni hefur löngum loðað við Álfatúnsfjölskylduna, til dæmis er nú hægt að ljúga flestu í hana mömmu og hún trúir því í a.m.k. smástund. Á hinn bóginn eru þau Gunna og Hreggi frændsystkini mín lygnasta fólk sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Þau skemmtu sér yfirleitt konunglega við að plata okkur Óskar þegar við vorum í sveitinni í gamla daga. Hildigunnur frænka var líka oft að plata mig hér áður fyrr, svo ég veit ekki alveg hverju þessi lygasýki annars vegar og trúgirni hins vegar sætir, því ekki veit ég til annars en að við séum öll náskyld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home