blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, júní 15, 2006

Um daginn var mamma að tjá mér hversu mikið hún óskaði sér að við systurnar værum eða yrðum bráðlega vel giftar. Nú er hann bróðir minn bæði búinn að gifta sig og eignast barn, og þar með tekist að skjóta okkur systrunum ref fyrir rass í þessum efnum. Það hljómar sjálfsagt kjánalega að segja svona þegar maður er tuttugu og fimm ára, en mér finnst á þessu stigi málsins að ég hafi lifað svo lengi og gert svo margt að mér er farið að finnast hálfólíklegt að þetta giftingardæmi og börn muni nokkurn tímann gerast. Sérstaklega þegar ég sé hversu margir sem ég þekki meira eða minna eru að gifta sig og koma börnum í heiminn. En svo á þetta eflaust eftir að gerast, enda eru fjögur og hálft ár fram að þrítugu (eins og það sé eitthvað aldurstakmark), heldur ekki eins og gröfin bíði manns eftir The Big 30. Það er heldur ekki eins og mér liggi á með þetta...en skiljiði hvað ég er að meina, þið sem eruð ógift/ar og barnlaus/ar?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home