blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, júlí 17, 2005

Ég hef ekki fengið eitt einasta meil um helgina, fyrir utan kærkomið meil frá Siggu Dís á föstudeginum. En föstudagur telst ekki til helgarinnar, og það er kannski ekki nema von að fólk nenni ekki að skrifa lúðum sem liggja og troða í sig nammi yfir hundgömlum aksjónmyndum. Sveisvei.

Í kvöld koma semsagt hinir tveir þriðjupartarnir af Sisters of No Mercy, og á morgun förum við á LAURYN HILL tónleika. Hvað segiði þá? Ekki oft sem slík skemmtun býðst, enda konan margra barna móðir og ekki á hverjum degi sem hún skellir sér í tónleikaferðalag um Evrópu, ónei. Miðarnir voru í dýrari kantinum, en við systur vorum sammála um að af slíkum viðburði mætti ekki missa.

Annars er ég alveg smsfrí þessa dagana. Farsíminn minn er nefnilega hjá Anne vinkonu minni, týndi honum í ölæði á Hróaskeldu og hann kom svo í ljós í fórum hennar. Anne svarar þó hvorki tölvupósti né símhringingum af neinu tagi, og ekki er stúlkan heima hjá sér, svo ég veit ekki hvað skal til bragðs taka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home