Úti skín sólartutla í heiði og minn kæri vinnufélagi Eric Gilham er búinn að laga tölvuna mína, sem fékk bláskjásflensu hér á dögunum. Því ætla ég að hjóla inn á DIS og sækja mitt ástkæra barn, og jafnvel kippa einhverju smáræði með handa sveinka. Get ekki alveg gert upp við mig hvort það eigi að vera bjór eða nammi.
Svo fór ég á fyrsta fótboltaleik lífs míns á sunnudaginn var. Þar komu við sögu hin frægu lið FCK og Bröndby, og er frá því skemmst að segja að ég skemmti mér konunglega og var m.a.s. farin að rjúka upp og æpa "KOMA SVO!!" og þvíumlíkt, enda skildi ég eiginlega alveg það sem var að gerast. Þetta var líka hörkustemning sem var búið að hita upp fyrir með brunch heima hjá James (set myndir frá þessu inn á föstudaginn), með tilheyrandi eggja, kartöfluklatta, osta og brauðáti ásamt sterku kaffi og mómósum. Það má kannski taka það fram að ég fékk frímiða á leikinn, enda hefði ég ekki farið að borga 195 danskar krónur fyrir fótboltaleik. En ekki ætla ég að missa af þessu í framtíðinni. Áfram FCK!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home