blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, mars 29, 2006

Jesús minn eini. Það er kannski ljótt að leggja nafn Jesúsar Guðssonar við slíkan hégóma og mitt einhæfa og hallærislega stúdentalíf hér á danskri grundu, en ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Úti er grátt og alveg að fara að rigna. Ef ég færi út myndi pottþétt byrja steypiregn og tveir þungir pokar birtast í höndum mér. Almennur doði og sinnuleysi einkennir skap mitt, ástmaðurinn er týndur og tröllum gefinn og lætur ekki svo lítið sem að senda eitt ímeilstetur til vesællar grasekkju sinnar. Ég á aftur engan pening, vaknaði í morgun við draum um að ég væri brjáluð út í fjölskylduna mína og núna get ég ekki einu sinni loggað mig inn á msn. Gah.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home