blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, apríl 03, 2006

Þá er það hið mikla Rússland einu sinni enn í fyrramálið, stefnan tekin á Moskvu með halarófu af amerískum skiptinemum í bandi. Svo verður líka farið til St.Péturs og Novgorod, þó í öðru föruneyti, og í Pétursborg þarf ég að heilsa upp á mann og annan svo ekki sé minna sagt.
Ég hlakka eiginlega bara til að leggja í hann, finnst kominn tími á smá umhverfisbreytingu og almenna tilbreytingu frá grámósku Kaupmannahafnar. Rússnesk grámóska er nefnilega svo miklu skemmtilegri, sjáiði til. Í tilefni ferðarinnar keypti ég stærri ferðatösku en þá rauðu á slikk og ingenting, sem og lítinn svartan kjól með ermum frá Vero Moda. Nú er ég búin að pakka, Leonard Cohen að syngja seinustu tóna kvöldsins og ég bara að bíða eftir að Sigga komi tilbaka svo hægt sé að skríða í háttinn. Lise ætlar að passa íbúðina og Joe að passa plönturnar, hin fyrrnefnda Lise og ég pöntuðum flug til Dublinar fyrstu helgina í maí, ég náði að hitta Armen í smástund áður en hann stakk af til Grikklands í morgun og þar er sólskin og 24 stiga hiti, svo ég sé ekki betur en allt sé almennt í besta lagi. Við verðum í bandi. Knús.

1 Comments:

  • bara ekki synda í Karachai-vatni!!

    http://www.skrifandi.blogspot.com/

    By Blogger Bjorgvin, at 3:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home