Smá ferðasaga, þótt gömul sé. Þetta eru myndir úr fyrstu Rússlandsferðinni minni með DIS, haustið 2005.
Ég og Armen á Ultra Bar í Moskvu. Hér vorum við nýbúin að kynnast og vorum sko "bara vinir", en það átti nú eftir að breytast fyrr en nokkurn varði!
Hótel Úkraína í Moskvu. Þar hef ég gist og þar er allt vaðandi í mellum.
Ég á einhverju safni. Á flestum rússneskum söfnum þarf að fara í skóhlífar, sem eru yfirleitt mjög fornfálegar að sjá, einhvers konar leðurleppar sem festir eru á skósólana með böndum. Þarna er ég samt komin í venjulegar svartar úr plasti en voða fannst öllum gaman að sjá mig með þær yfir rauðu stígvélunum!
Ég og Lisa hið sama kvöld á Ultra Bar að fá okkur fyrsta glasið (þau áttu eftir að verða fleiri) eftir "a long and hard week"!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home