blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Mér finnst ég oft vera hryllilega vitlaus og yfirborðsleg. Sérstaklega þar sem að tími minn að lokum vinnudags fer yfirleitt í húsverk, fegrun/þjálfun líkama míns eða heiladauða fyrir framan sjónvarpið. Þegar ég hitti vini mína er gjarnan lyft glasi og ekki batnar heilatuðrunni við það, jafnvel þótt glösin séu bara eitt eða tvö. Stundum er ég þó að lesa, það er ágætt. Það er bara svo mikið í gangi alltaf hreint, sérstaklega á veturna, að mér finnst eiginlega bara gott að setja heilann í smá frí á sumrin. Reyndar krefur gamlingjavinnan sinn toll og heimtar að félagshæfni og útsmoginn hugsunarháttur sé á sínum stað, svo kannski er gamli Gráni ekkert svo slappur þegar allt kemur til alls.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home