Í dag barst BA-gráðu skírteinið mitt með póstinum, og kætti það mitt litla stúdínuhjarta. Skírteinið er hvítt og gljáandi lamínerað og er þar rakinn minn námsferill með einkunnum og alles. Nú væri gott að geta skellt inn mynd af því, ég er farin að sjá að myndavélarkaup eru óumflýjanleg. Það verður hins vegar að bíða dulítið, enda jólin á næsta leyti og þau eru yfirleitt dýr. T.d. ætla ég að kaupa mitt eigið jólaskraut í ár og finnst það vera merkur áfangi í lífi hverrar fullorðinnar manneskju, a.m.k. hlakka ég til.
En nú verð ég að fara í sturtu, enda var ég að koma úr vinnunni og það er bæði gamalmenna og reykingafýla af mér, sussubía.
3 Comments:
þér er ekki fysjað saman...
By Tinnuli, at 10:13 e.h.
til hamingju með skírteinið
By Unknown, at 3:03 e.h.
til hamingju!... jólaskrautið - já - sammála
By Skvísin, at 5:42 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home