blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, nóvember 11, 2006

Veðrið er viðbjóðslegt. Ég er búin að vera inni í allan dag, sem gerist nú ekki oft. Það er reyndar búið að vera ágætt, þar sem mér hefur loksins tekist að gera eitthvað af viti varðandi mitt nám, sem hefur mátt sitja á hakanum í haust. Nú er búið að þagga aðeins niður í samviskubitinu og ég er að hugleiða að fara út í Blockbuster. Það krefst þó þess að farið sé utandyra. Getur ekki farið að snjóa og þessi andskotans rigning hætt? Ég er nefnilega farin að hlakka til jólanna, og þá sérstaklega að kaupa mitt eigið jólaskraut. Ég er líka að ímynda mér að ég muni senda jólakort til vina um heim allan (það eru sko engar ýkjur, þeir eru um heim allan), baka smákökur (veit reyndar ekki af hverju þar sem ég er ekkert sérstaklega gefin fyrir smákökur) og sé sjálfa mig í anda dúðaða í húfu og trefil að labba í snjónum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home