blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Ég veit að ég þekki hana ekki neitt, en stundum finnst mér eins og hún Eivör viti hvernig mér líður eða hvað ég er að hugsa. Það hlýtur að vera svipaður uppruninn frá veðurbarinni eyju í norðurhöfum, en eitthvað meira en það, get bara ekki alveg útskýrt hvað. Ég veit fátt betra við rigningu og ólyndi en að skríða hingað heim í holu mína, kveikja á kertum og marglitu ljósaseríunni minni sem Tinna gaf mér, og setja plöturnar hennar Eivarar á fóninn. Þá líður mér eins og ég sé komin heim, í hlýtt móðurfangið meðan stormurinn gaular á glugga og ærnar hnipra sig á fjöllum. Svona dagur er í dag.

1 Comments:

  • Það sem ræður úrslitum um gæði listamanns er einmitt þetta. Þegar þér finnst eins og eitthvað sé samið með þig í huga, þá veistu að þú hefur rekist á alvöru list.

    By Blogger Gadfly, at 12:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home