blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Mikið er nú orðið fínt hér inni. Sæta stelpan sem býr á fimmtu hæð er að flytja og hún seldi mér stóru IKEA hilluna sína fyrir slikk. Micha hjálpaði mér að setja hana saman og færa litlu hilluna til, og svo raðaði ég flest öllum bókunum mínum í nýju hilluna, ásamt sjónvarpinu, dvdspilaranum og hátölurunum. Í kvöld ætla ég svo að klára að ganga frá, spasla í gömul göt á veggjunum þar sem áður héngu myndir, og svo verð ég víst að fá lánaða borvél hússins í hundraðasta skipti og bora ný göt. Það er mesta furða að þetta herbergi hangi enn saman yfir mér, svo mikið er ég búin að bora í þessa draslveggi sem molna við minnstu snertingu. En hér er sem sagt orðið ógurlega flott og ef ég ætti stafræna myndavél skyldi ég nú kasta nokkrum myndum hingað inn. En ekki bý ég svo vel, svo þið verðið bara að ímynda ykkur það.

1 Comments:

  • ímyndi, ímyndi, ímyndi. Vá! ógisslega flott herbergi mar ;)

    By Blogger Unknown, at 5:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home