blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, apríl 05, 2004

Þetta hús er brjálað. Á einum morgni er hundurinn búinn að naga bleiku rendurnar af skónum mínum, naga sundur einar nærur af mér, dreifa tættum klósettpappír um allt og pissa á gólfið. til allrar hamingju er Óskar að fara með hana í göngutúr. Og í gær beit páfagaukurinn mig hryllilega fast í puttann, svo ég kem ekki nærri því illfygli meir. SVo er svo mikið rusl hérna og einhvern veginn alltaf eitthvað að gerast, svo við einbúarnir (ég og Ingibjörg) erum alveg ruglaðar. Mamma virðist þó vera alsæl með kaosið og Gunnar virðist vera orðinn samdauna þessu öllu saman. Hallgerður er með litað ljóst hár og með eilífan hneykslunar unglingssvip á andliti sínu. Ég er alveg lens.

Það gengur aðeins betur með lærdóminn, kláraði að lesa Zalísnjak áðan og er byrjuð á Sjeljakin. Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa þá en Avílovu, hún var alltaf í svo mikilli mótsögn við sjálfa sig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home