blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, apríl 09, 2004

Átið er að ná yfirtökum á lífi mínu. Svo og skortur á lærdómi. Er eiginlega bara búin að taka þann pólinn i hæðina að slaka á hvað lærdóminn varðar enda ekki nokkur leið að einbeita sér að þessu hér í þessu húsi andanna. og páfagauka og hunda. Er að fara á djammið í kvöld - en fyrst í grill til Ásgeirs frænda og Svövu konunnar hans! Ásgeir frændi er einhvern veginn alltaf daðrandi við okkur systur (,mig og Böngu) og er hinn rosalegasti frændi. En alveg skemmtilegur. Svo er það bara miðbær Reykjavíkur og allt það sem því fylgir, s.s. raðir, blindfullt fólk sem er að öskra/gráta/hlæja/rífast/æla/ríða/slást/éta, ef ekki bara þetta allt í einu.


Við horfðum á Hafið og Með allt á hreinu um daginn. Hafið hafði eg ekki séð áður, þar var hann hilmir Snær frændi okkar (og frændi Önnu Heru, svo við köllum hvora aðra frænku eftir þá uppljóstrun hennar) á tillanum ofan i sundlaug, fólk að drekka sig fullt og hafast það að sem ég nefndi hér fyrr. Það var nú aðeins of dramatísk mynd, svolítið áreynslukennd. Þegar hún byrjaði og allt enn í góðu sátum við systur hlið við hlið og hugsuðum hvor fyrir sig að það mætti kannski kaupa sér eintak af þessari mynd og taka með sér heim og sýna, en þegar allt fór í gang skiptum við báðar um skoðun.
Með allt á hreinu var sko mikið skemmtilegri og var ég búin að gleyma mestumparti þeirrar myndar, enda ekki séð hana í...16 ár sennilega, og horfðum við á hana með rússneskum texta og hafði ég gaman af. Það er reyndar heldur ekki mynd til að syna útlendingum af því að hún er svo rosalega íslensk og mikill lókal húmor í henni. Um daginn höfðum við keypt bland í poka fyrir 1041 kr í Nammilandi í Hagkaupum og erum enn að ná okkur af því áti, en nammið kláraðist allt.Þetta er náttúrulega ekki heilbrigt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home