blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, maí 08, 2005

Btw, fyrir nokkru síðan rakst ég á strák sem ég svaf hjá seinasta sumar, og rakst ég einmitt á hann á þeim stað þar sem ég fann hann það ágæta júlíkvöld, þ.e.a.s. hinu fræga öldurhúsi The Moose. Ég er ekki frá því að þessi ungi maður hafi haldið að ég væri ÝKT hrifin af honum og vildi beinlínis giftast honum, þó að svo færi afar fjarri. Halló, hann var atvinnulaus og bankinn hafði tekið kreditkortið hans af honum. Ekki mikið í svona gutta varið.

En hvað um það, kauði hékk þarna upp við barborðið, nákvæmlega eins klæddur og fyrir...10 mánuðum síðan, og slafraði fleðulega framan í stúlku eina, sem tók því vel. Ég stóð í klósettröðinni og þegar hann loksins leit á mig, horfði ég beint í flagaraaugu hans og kastaði kveðju á hann, enda veit ég ekki betur en að við höfum skemmt okkur ágætlega saman. En nei, hann tók ekki undir hæið, heldur varð sérkennilegur til augnanna og eftir nokkrar sekúndur kastaði hann sér inn í miðja röðina og æpti "kan jeg ikke komme foran, jeg skal pisse herre meget". Svo kútveltist hann um gólfið og svo aftur á barinn að taka dömur á löpp.
Hann hefur kannski haldið að þetta hæ mitt bæri í sér örvæntingaróp um heldjúpa ástarsorg og höfnun. Díses.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home