blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, apríl 22, 2005

Ég er að deyja úr myrkfælni á kvöldin. Í nótt svaf ég við ljós í fyrsta sinn í Guð má vita hversu mörg ár. Hvað gerir maður við slíkum kvilla?

Í grunnskóla einum hér í landi hefur verið ákveðið að setja lög um klæðaburð og málfar nemenda, þar sem stelpurnar þykja vera of ögrandi til fara og nemendur almennt með ljótan munnsöfnuð. Samtök danskra grunnskólanema mótmæltu í gær á Amagertorgi, og fór þar mikinn ungur drengur með hátalara, sem krafðist þess að bekkjarsystur hans fengju að mæta berrassaðar í skólann.

Ég er eiginlega sammála þessum lögum frekar en krökkunum. Auðvitað er alltaf auðvelt að setja sig í stellingar og hneykslasts á "æskunni í dag", en ég held að hugmyndir barna og unglinga um hvernig sé best að hegða sér og klæða sig séu að mörgu leyti á rangri braut. Og ég held að ég geti fullyrt það að MTVsé versti uppalandi mannkynssögunnar. Á þessari stöð gefur að líta svo innilega steikta og heimskulega hegðun, að maður trúir því varla að fullorðið fólk standi fyrir þessu. Og sú mynd sem er gefin af svertingjum er svo stórfurðuleg, að ef maður ætti að trúa því, myndi ég persónulega halda að allt svart fólk væri andlega heft. Ég var t.d. að fletta milli stöðva um daginn og stoppaði á MTV, þar var verið að sýna þáttinn Making the Band. Eftir svona tíu mínútur þoldi ég ekki við lengur...ég veit ekki hvort þetta fólk í þættinum var í alvöru svona illa gefið eða hvort það fær borgað fyrir að haga sér svona.

Eitt annað. Stundum get ég orðið ógeðslega pirruð á þeirri mynd sem karlmenn í rapptónlist gefa af sjálfum sér. Það fær mig líka oft á tíðum til að efast um gáfnafar þeirra. Hver vill í alvörunni láta sýna sig sem hálfgert dýr sem hugsar ekki um neitt annað en að ríða, ríða og ríða og að skjóta fólk? Og hver hagar sér svona?
Í augnablikinu eru tvö dönsk rapplög í mikilli spilun í útvarpinu. Eitt heitir Hvis jeg var min kæreste og tekstinn er nokkurn veginn svona:

"Hvis jeg var min kæreste...så ville jeg hente øl når du sku se fodbold og så give dig et blowjob til matchen var slut... (ok, ég kann svo sem ekki allan tekstann en þetta er það sem ég man)....altid holde min mis blød og glat ...ikke lave vrøvl når du skal ud med dine drenge...og når jeg har mit lort (túr) må du kneppe med mine veninder..."

Mér verður óglatt af þessu. Grey drengirnir hljóta að hafa farist á mis við eðlilegt fjölskyldulíf og alist upp við MTV...eða þeir eru bara svona heiladauðir. Og þvílík botnlaus fyrirlitning á konum.

Hitt lagið heitir Tag det af ", eða s.s. farðu úr fötunum. Í gegnum allt lagið eru þessi þrjú orð endurtekin, halló, ég veit að ungir karlmenn eru að drepast úr greddu en þarf að hamra svona ROSALEGA á því? Já, því karlmennskan þeirra og tippið þeirra má sko ekki fara fram hjá neinum...

4 Comments:

  • Hve heimur versnandi fer.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:57 e.h.  

  • Já, je dúdda! Er samt á því að engin lög eigi að setja um klæðaburð fólks, heldur ekki unglinga. Að byggja upp hjá þeim gagnrýna hugsun er eina lausnin!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:04 f.h.  

  • Því unglingar eru jú ekki fólk:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:04 f.h.  

  • Ég er heldur ekki fylgjandi því að setja lög um klæðaburð, en mér finnst í lagi að skólar setji reglur um klæðaburð og málfar...ásamt því að byggja upp gagnrýna hugsun!!

    By Blogger Jon Kyst, at 2:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home