blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, maí 07, 2005

Í dag féll ég fyrir freistandi auglýsingaplakötum í gluggum Matas og festi kaup á brúnkukremi. Ég hef ekki notað svona græju síðan fyrir Verslóballið í MH, og nú spyr ég sjálfa mig hvað ég hafi verið að hugsa, því maður verður einkar lekker af þessu. Á klukkutíma náðist sami árangur og næst með a.m.k. þriggja vikna hardkor sólböðum úti í garði og passa sig að aldrei að ganga i skugga. Eða það er allavega það sem þarf til fyrir helgráa ánamaðka eins og mig.
Þrátt fyrir einstaka klessur hér og þar sem mátti jafna út með kremi, er þetta bara ágætt og náttúrulegt, svei mér þá. Mæli semsagt með þessu.

Ég og Anna höfum stundum verið að rifja upp MHárin, og það rifjaðist t.d. fyrir okkur að það versta sem hægt var að gera var að vera í húðlituðum sokkabuxum við...(andköf) háhælaða skó/stígvél. Háhæluð stígvél voru auðvitað einungis fyrir bimbó, og ef MHísk stúlka lét sjá sig í svona átfitti var það auðvitað með ísköldu háði, og ekki hjá því komist að koma með netta hæðnislega athugasemd um eigin múnderingu. Hvað var ég að spá...? En þessir dagar eru liðnir og ég get einungis vitnað í frænda/vina Pawels sem komst svo viturlega að orði: "Jæja, þá er maður er búinn í menntó og hægt að fara að hlusta á það sem manni finnst skemmtilegt."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home