blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Dreymdi í nótt að Liza vinkona mín kom í heimsókn frá Arkhangelsk og við vorum í nærfatabúð í Gentofte að kaupa blúndusokka, og ég keypti þessa líka dýrindis húðlituðu sokka sem náðu upp á lær. Svo ætluðum við að koma okkur heim og hafa okkur til í djammið. Nema hvað að allt í einu var metrókerfið í Köben orðið fáránlega flókið, og eiginlega fannst ég mér vera í St.P og þóttist búa á grænu línunni, á Vassilíeyjunni. Við vöfruðum um lestarkerfið og fórum svo loksins úr þar sem rauða línan mætti appelsínugulu línunni, á stöðvunum Holiday/Royanino (sem eru sko hreint ekki til) og vorum að fara að taka lestina á rauðu línunni til að geta skipt yfir á grænu línuna. Ég var að brjálast úr pirringi af öllu þessu villuráfi og töskuburði, en náði að hemja skapið í mér með því að hugsa um að Liza væri í heimsókn og við hefðum ekki oft tækifæri á að sjá hvora aðra. Draumurinn endaði þegar ég spurði hana hvað hún ætlaði að vera lengi í heimsókn...og ráði svo draumspakir í þetta.

Bráðavaktin er að byrja, verð að þjóta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home