blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Á morgun ætla ég að skrifa ritgerð um bók sem ég er búin að lesa minna en helminginn af. Ef einhver sem er vel að sér í symbólisma og Petersburgh eftir Bely rekur augun í þessa færslu, þá er um að gera að vera ekki a ð liggja á fróðleiknum eins og ormur á gulli...

Ætlaði annars að fara út í kveld og súpa öl, í tilefni frídagsins á morgun. En nei, þessir blessuðu vinir mínir breyttu áætlunum sínum, sem er sjálfsagt ágætt fyrir mig og mína ritgerð. Kannski maður ætti að hætta alveg að drekka? Ok, sé það reyndar ekki alveg fyrir mér, en ég hef hvort sem er öngvan tíma fyrir slíka vitleysu.

Meðal annars. Muniði að ég var eitthvað að röfla um skattfrelsi fyrir útlenska námsmenn hér í landi? Jú, það er í boði - EF MAÐUR SKRIFAR UNDIR AÐ MAÐUR MUNI YFIRGEFA DANMÖRKU TAFARLAUST EFTIR NÁMSLOK!!! Mér finnst þetta nú hálfgerð mannréttindabrot, og hvað þá þegar við Íslendingar eigum í hlut. Hvað ef ég væri komin í sambúð með Dana eða búin að gifta mig/eignast barn með dönskum ríkisborgara áður en námi lyki? Ætti ég þá bara að pakka mínu hafurtaski saman og fara? Nei, enda þakkaði ég pent nei og tjáði dömunni á skattstofu útlendinga að ég hygðist ekki skrifa undir á neitt slíkt, enda ætluðum ég og kærastinn minn að vera hér og enginn gæti haggað því. Og megi dönsk yfirvöld svo eiga sinn persónuafslátt sjálf.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home