Ég held að það sé alveg sama hversu mikið ég hreyfi mig og hversu mörgum gulrótum ég torga á dag, EKKERT getur stöðvað fíkn mína í nammi og óhollustu. Það er kannski ágætt, aðeins verður maður bara of leiðinlegur, eins og hollu hjónin í vísnabókinni hans Davíðs Þórs....Hvar er sú bók annars?
Fann hana í hillunni með myndaalbúmunum. Það er ágætt að einhver íslenskur kveðskapur er til hér á bæ, svo hægt verði að kenna krakkagrislingunum gullaldarmálið þegar þeir koma. Eftir örfá ár.
Úff. Ritgerðartuðran hangir enn yfir mér, ef ekki væri fyrir þessar bölvuðu tilvísanir og tilvitnanir í rússnesk ljóðskáld (hvert öðru leiðinlegra) sem heimtað er að séu með, hefði ég getað krotað þetta sofandi fyrir aftan bak. Ég þoli ekki þegar er ÆTLAST til að maður sé sífellt að vísa í þennan og hinn, því það kemur yfirleitt frekar kreist út og asnalegt. Tilgangurinn er sjálfsagt að æfa akademíska vöðvann. Minn akademíski vöðvi er til allrar hamingju að fara í sumarfrí á morgun, og verður því fagnað með glitrandi djammi með Önnu Heru á föstudaginn. Langþráð pjatl, ójá.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home