blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, maí 22, 2005

Stundum skoða ég hina ágætu síðu Single2000 , og þar eru gjarnan linkar á alls konar vitleysu, eins og t.d. heimasíðu fyrir Ungfrú Ísland. Alveg var ég búin að gleyma öllum þessum fegurðarsamkeppnum á Íslandi. Hefur fólk í alvörunni ekkert betra að gera en að senda tvítugar stelpur í megrun og svo klæða þær í bíkíni og spyrja heimskulegra spurninga eins og "Er eldhúsið staður fyrir konur?". Ja maður spyr sig. Og hafa þessar ungu dömur ekkert betra að gera en að taka þátt í svona vitleysu? Annars verð ég að segja það að einn skríbentinn á single2000 er andstyggilega fyndin og orðheppin, ef að henni yrði hleypt í að stýra þessum keppnum væri að minnsta kosti hægt að hafa gaman af þessu.

Hvað sem því líður, þá er ég hér ein, hinar þýsku bombur fóru í gær eftir æsilega heimsókn sem ég náði því miður ekki að taka þátt í að fullu sökum vinnu. En eftir vinnu var að sjálfsögðu slegið á létta strengi, þrammað um Kaupmannahöfn þvera og endilanga, drukkinn bjór og freyðivín og haldið fast í gamlar hefðir. Jæja, ég ætla að fara að koma mér að verki á einn eða annan hátt, umpotta plöntur og bora holur í veggi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home