blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, maí 16, 2005

HVAÐ er að þessu veðri? Ég er að fara að fá fólk í heimsókn, og svo er ekki hægt að rækta basilikum í gluggakistunni þegar úti er 11 stiga hiti og grámóska. Mér finnst að þessi síberíska kuldabylgja megi alveg fara snúa aftur til síns heima og leyfa sumrinu að komast að.

Spurning til lesenda: Er það eðlilegt að maður vakni a.m.k. tvisvar á hverri nóttu, ef ekki oftar, af ýmsum ástæðum eða bara engum ástæðum? Er þetta eitthvað sem fylgir aldrinum? Annars var mér nú sagt það í vinnunni í dag að eftir tíu ár yrði ég orðin meira þroskuð og myndi skipta um skoðun á vændi, og finnast það allt í lagi og nauðsynlegt til að halda ró í samfélaginu. Ég veit ekki hvernig á að svara svona tali.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home