blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, maí 12, 2005

Var að máta græna bolinn sem ég keypti í London, og komst að því, mér til mikillar skelfingar, að bæði hef ég greinilega grennst og brjóstin á mér minnkað síðan um páskana, því ég fylli ekki eins flott út í þennan bol og fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Hvað er til ráða? Þá er amk komin ágætis ástæða fyrir Makkaheimsókn á morgun eftir djammið.

Reyndar virðist þetta ætla að verða að föstum lið að ég hríðhorist á sumrin, vegna þess að ég tryllist af orku og hreyfi mig stanslaust og háma svo í mig rúkóla og spínatblöð í hvert mál. Vandamálið er svo að ég hætti að passa í öll fínu fötin mín. Yfirleitt hefur svo Rússland séð fyrir því að ala Önnu litlu vel á mæjónesi og feitum ostum yfir haustmánuðina, en í þetta sinn er ég náttúrulega á leiðinni í fiskiparadís, svo kannski smá möguleiki á að eitthvert jafnvægi haldist.

Er annars að missa mig í pjatlinu. Haldiði ekki að mín hafi skellt sér á tilboð í Matas, þar sem boðið var upp á snyrtitösku með bodyscrub, bodylotion og brúnkukremi frá Garnier fyrir 100 danskar krónur? Slík kostaboð má ekki láta framhjá sér fara. Annars má bæta því við að ég er líka að lesa mjög áhugaverða bók eftir Graham Greene, svona til að lesendur haldi ekki að heilinn hafi skolast út í seinustu sturtu.

Í dag glefsaði ég í samstarfskonu mína, eða amk hefði það verið þannig værum við hundtíkur. Hún er svosem óttaleg tík og alltaf eitthvað að urra á mann, svo ég fann fyrir mikilli ánægju við að svara henni örlítið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home