blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Með einföldum skólareikningi hef ég komist að þeirri niðurstöðu að útgjöld mín á næstunni, og þá sérstaklega í upphafi septembermánuðar, séu af slíkri stærðargráðu að sérstakra aðgerða þurfi til að geta staðið undir þeim. Við erum að tala um afborganir á láni og tölvu, flugmiðakaup, dansnámskeið (einhverjum kann að þykja það óþarfi en fyrir mér er það nauðsyn), afnotagjald DR1 og DR2 (þær stöðvar sem ég horfi minnst á, en ég hlusta náttúrulega oft á P3) og svo kemur örugglega eitthvað fleira. Af þessum ástæðum hef ég ákveðið að ráða mig í tvær vinnur og þræla sleitulaust allan ágústmánuð, svo að þetta megi allt fara vel. Svo eru hvort sem er allir sem ég þekki einhversstaðar annars staðar, í fríi eða álíka, og draumaprinsinn farinn heim til Spánar að læra undir próf, svo ég get alveg eins gert eitthvað þarft og gagnlegt. Annars myndi ég bara sitja heima eftir vinnu og horfa á dr.Phil og Bráðavaktina og svo þrjá Simpsonsþætti í röð...á hverju kvöldi.

Simpsons byrjar annars eftir fjörutíu mínútur, júhú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home