blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, mars 09, 2006

Í dag var fræðslufundur um Rússlandsferðina, hverrar undirbúningur er að taka yfir allt líf mitt. Krakkarnir virtust öll vera hin bestu skinn, nokkrir hressilegir strákar sem glottu við tönn þegar næturlífsdagskráin barst í tal, restin frekar friðsamleg og svo Sune. Sune er nærri fertugur og ókrýndur eilífðarstúdent ØI. Honum má best líkja við Furða í HÍ eða gaurinn í gulu dúnúlpunni í MH. Hann ákvað auðvitað á seinustu stundu að koma með, frekar óþolandi grey en grey samt.

Jæja, svo steig ég á vigtina í dag heima hjá Thomasi. Mér var brugðið og létt að sjá að líkamsþyngd mín var talsvert minni en ég átti von á, og hef því ákveðið að láta öll plön um að borða minna súkkulaði fjúka norður og niður. Enda er lífið ekki mikið fjör án súkkulaðs.

1 Comments:

  • hver vill lifa án súkkuladis?

    fyrir utan thá sem finnst thad vont eda eru med ofnæmi fyrir thví...

    By Blogger Bjorgvin, at 6:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home