blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Mikið langar mig í bjór. Til allrar hamingju var einn af nýju internsunum í IT-deildinni svo góðhjartaður að gefa mér einn Carl's Special úr leyniísskápnum í IT. Kannski fer ég svo og drekk eins og eina kollu með tölvunördunum eftir vinnu, það er aldrei að vita.

Elena Vladimirovna, nafntogaður harðstjóri í rússneskudeildinni og kennari minn á fyrsta og öðru ári settist niður hjá mér og Annemette í hádeginu í dag, og snæddi sitt smörrebröd meðan við drukkum kaffi og átum muffins. Samræðurnar voru á vinalegum nótum, enda hættir hún að vesenast í manni eftir annað ár. Einhvern veginn togaðist einhver djammsaga inn í samtalið og konan varpaði fram spurningu sem kom mér nokkuð á óvart: "Men Anna, er du vild uden for universitetet?"
Þá átti hún við hvort ég væri mikill djammari, og ég var hreinlega standandi hissa að hún væri fyrst að fatta það eftir að hafa þekkt mig í fjögur ár. Vissulega hefur mikið vatn runnið til sjávar og steinninn slípast, ef svo má segja, en ég er nú ekki dauð úr öllum æðum enn. Það er samt greinilega sú ímynd sem fólk sem ekki þekkir mig í djammsamhengi hefur. .Ótrúlegt en satt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home