blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Datt niður á gráar flauelsbuxur á 75kr (svona mjúkt, ekki strimlað) í HM í dag og fannst mikil fásinna að láta slíkt framhjá mér fara, enda hef ég lengi verið að hugsa um hvað mig vanti nýjar buxur. Brækurnar smellpössuðu, nema auðvitað alltof síðar fyrir mínar dvergabýfur. Ég er bara alveg dottin út úr buxnakaupum. Seinustu buxurnar sem ég keypti voru svörtu mjúku buxurnar fyrir rúmu ári síðan og ég er alveg hissa á því að sjá sjálfa mig í þröngum buxum. Svo kann ég ekki alveg á þetta "buxur ofan í stígvélum" lúkk, þarf aðeins að æfa mig á því. Annars var ég svo ánægð yfir buxnakaupunum að ég greip með glært naglalakk á 39 krónur og þóttist góð, ogþarmeð var kaupiþörfinni fullnægt um óvissan tíma.

Nýjustu fréttir eru að mér fer fram í starfi bókasafnsvarðar. Í gær tókst mér að veita tveimur nemendum rétt svör, og ég hefði getað aðstoðað þriðja nemandann við að fá lánaða bók, ef ég hefði ekki verið að að lakka neglurnar á mér rauðar rétt í þeirri andrá sem stúlkukindin kom aðvífandi með skræðu sína. Work-study pían fékk því að afgreiða málið, en ég var nokkuð ánægð með mig að loknum vinnudegi. Hæhó.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home