blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, mars 14, 2006

Djöfull er múslí með mjólk gott. Belsöe múslí er líka frábært, besta múslí í heimi. Og ókeypis fiskiuppskriftabókin úr Nettó er fjársjóður ársins. Svo er líka frábært að vinna á DIS. Alltaf eitthvað ókeypis. Eins og t.d. ferskur og freyðandi kranabjór í ómældu magni (engin níska þar, ónei) í partíum fyrir nemendur og starfsfólk.

Annað má nú segja um þetta Veet vax-kjaftæði. Ég keypti mér pakka af strimlum hér á dögunum og hugði mér gott til glóðarinnar að þurfa nú einungis að reyta hárin af löppunum einu sinni í mánuði, já og undan armkrikunum líka. Mánaðarlega skyldi gripið til strimlanna góðu og þar á milli svífa um silkimjúk og sköllótt á leggjunum og undir höndunum. Adam var þó ekki lengi í paradís, því tja, ég veit það ekki, annað hvort kann ég ekki að nota þessa vitleysu eða þetta er bara meingallað rusl. Eitt og eitt hár á stangli tætist af og svo er maður bara allur klístraður og krímóttur eftir á. Og í guðanna bænum, aldrei að láta þetta koma nærri handarkrikanum. Maður límir strimilinn á og þar hangir hann eins og hver önnur gömul borðtuska, með svipaðan háreyðingarkrafti og fjaðrakústur. Þegar mér loksins tókst að tosa þetta af, var þykkt lag af gulu klístri í handarkrikanum á mér (og ekki eitt einasta hárstrá farið af!!), sem var ekki nokkur leið að ná af nema með sérstakri og þartilgerðri hreinsiservíettu.

Ég veit ekki um ykkur, en ég stend a.m.k. ekki í svona DIY-kjaftæði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home