blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, maí 10, 2006

Írland var mjög hressandi um helgina, þó að veðurfarslega séð hafi Írar (og allar aðrar Evrópuþjóðir) mátt bera lægri hlut úr býtum, þar sem að góða veðrið hélt sig einvörðungu við Skandinavíu. Við Lise settumst galvaskar upp í flugvél á laugardagsmorguninn, og þegar við héldum heim í gærmorgun höfðum við náð að klífa The Sugarloaf, skoða lítið leynivatn og skiptast á draugasögum, heimsækja Trinity College og bókasafnið The Long Room, skoða The Book of Kells, fara í hringferð um Dublin í túristarútu (sátum uppi á þaki og ég var um það bil að lognast út af kulda og roki, en hrökk iðulega upp við gjallandi rödd bílstjórans sem romsaði upp úr sér staðarheitum, árstölum og mannanöfnum í samkrulli við löngu dauða brandara), fara í búðarráp (auðvitað var ekki sleppt að koma við í búð lífs míns, Boots!), drekka Guinness á bar sem hét Temple Bar - i Temple Bar hverfinu, borða írskan blóðbúðing, eggs and rashers og ég veit ekki hvað og hvað.

Núna er ég hinsvegar heima hjá mer að reyna að smala fólki í grill. Það virðist þó ekki freista mjög, a.m.k. svarar enginn skrifum mínum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home