Þegar ég hjólaði heim úr vinnunni áðan, alla leiðina frá Hvidovre, fannst mér allir sem á vegi mínum urðu hafa meira en óhreint mjöl í pokahorninu, eða þá á leiðinni að ná sér í það. Svart rúgbrauð með dökkleitan mann við stýrið var fullur af vesalings kynlífsþrælum frá fátækum löndum. Unglingstrákar á ráfi ætluðu að berja mig og misþyrma mér á alla vegu. Maður á hækjum við biðskýli var útilegumaður með illt í huga (þegar ég hjólaði framhjá honum sá ég að þetta var myndarmaður um þrítugt) og þannig fram eftir götunum. Á góðri íslensku kallast þetta að sjá skrattann í hverju horni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home