blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Þá er Krúttmundur farinn aftur til síns heima og ég orðin grasekkja. Í gær tókst mér svo að afreka það eftir samsæti heima hjá Önnu og Pawel, þar sem hin stórskemmtilegu Dagný og Filip voru með, að hringja í grey manninn undir dulitlum áhrifum. Því miður svaraði mamma hans í símann en hana hefur vonandi ekki hryllt of mikið við mér, hún kallaði mig a.m.k. honey svo alvont getur þetta varla hafa verið. En það er nú meira hvað þessi tímamunur gerir hlutina flókna í fjarlægðarsamböndum. Bara hægt að heyra í fólki á stórfurðulegum tímum dags eða nætur og það þarf að planera þetta allt út í ystu æsar.

Jæja, en ég skil nú ekkert hvað var að mér í morgun, því svo drukkin var ég ekki í gær að alger lömun væri sjálfgefin sem afleiðing. Engu að síður drattaðist ég ekki fram úr fyrr en hálfeitt, og hafði samband við Önnu Heru, sem var að hella kaffi í bolla handa mér og hélt að ég væri enn heima hjá þeim. Og hver er þá ruglaðri, ég eða hún?

Mig grunar að Ísraelsmenn hafi bara verið að bíða eftir almennilegri átyllu til að geta sprengt alla araba norður og niður. Þegar þeir verða búnir að drepa alla í Líbanon eða hneppa þá í ánauð, ráðast þeir áfram inn í Sýrland eða hvað sem verður fyrir þeim næst. Slík er mín forspá, en vonandi rætist hún ekki.

1 Comments:

  • var anna hera að hella kaffi í bolla handa þér þegar þú hringdir og var hún þá bara hissa á því að þú værir ekki inní herbergi??? eða hvað? þetta er rosalegt... soldið höllu&siggulegt
    !!!

    By Blogger Halla, at 12:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home