blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Í gær talaði ég lengi við mömmu og kvartaði mikið undan hvað Danir væru kaldlynt og smásálarlegt fólk. Og það er satt. Það er farið að renna upp fyrir mér að ég get ekki búið hér alla ævi nema ég gifti mig hér og eignist börn. Þessi þjóð er hreinlega að drepast úr innri kulda og afskiptaleysi, sem gæti verið ein af orsökum þess að þúsundir hérlendra gamalmenna húka innilokuð í kytrum sínum og sjá ekki nokkurn mann, nema heimaþjónustuna. En hvað um það, það breytist víst ekki á næstunni.

Annað kvöld ætla ég að horfa á hryllingsmynd. Með Nönnu og Alexander, ein mín liðs fer ég ekki að leggja út í svona lagað. Ég fæ alltaf kitlandi tilfinningu í magann og sambland af spennu og löngun þegar ég skoða hryllingsmyndir í vídeoleigunni, og veit að mér verður ekki svefns auðið ef ég horfi á svona mynd. Ímyndarveik og myrkfælin er ég með eindæmum, og er búin að ákveða að ef ég tek mig saman í andlitinu og geri mér ljóst að draugarnir eru bara til í myndinni, þá getur kannski verið að ég hætti að vera svona hrikalega myrkfælin á kvöldin.

2 Comments:

  • hann sigldi út um höfin blá í sautján ár og sjómennsku kunni hann uppá hár hann saknaði alla tíð stúlkunnar og mynd hennar stöðugt í hjarta hann bar! ó annapanna komdu heim! ó anna panna komdu heim! við elskum þrátt fyrir veikleika! ó anna pottur og panna!!

    By Blogger Halla, at 5:37 f.h.  

  • Og hvaða sjómannsræfill er það sem saknar mín svona? Ég bara spyr...á að taka eitthvað spes með frá DK?

    By Blogger Jon Kyst, at 6:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home