blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Úti eru ský. Langt síðan að ég hef séð svoleiðis. Þegar ég kíkti á mbl.is, sá ég að í Reykjavík er 11 stiga hiti. Það er hætt við að ég fái frunsu þegar ég kem heim, ef það verður svona kalt þar. Annars er mig eiginlega farið að langa í smá kulda....aaaa trúi varla að ég sé að segja þetta! Málið er að þegar haustið fer að nálgast fer ég alltaf að sjá fyrir mér peysur og trefla úr mjúkri og hlýrri ull, og hreinlega nýtt wardrobe fyrir haustið, og hvað það sé nú gott að dúða sig vel og skella sér út í kuldann. Raunin er sú, að mér tekst aldrei að koma mér upp almennilegu fatasafni og veturinn hér er andstyggilega rakur og smýgur í gegnum merg og bein, og þessar rómantísku hugmyndir mínar því óttaleg þvæla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home