blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, október 18, 2006

Klukkan sex í morgun datt ég aftur fyrir mig ofan á oltinn stól, og það var vont. Núna er ég með bláan ílangan marblett innarlega á vinstri upphandlegg, rétt eins og einhver hafi gripið mig þéttingsfast og viljað hrista og meiða. Svo er nú ei.

Mikið vona ég að dagar mínir í ellibransanum fari að líða sitt skeið, plís, plís, elsku Almætti. Plís láttu allt sem ég er að spá ganga upp svo ég geti hætt að vera vitni að gráum ömurleika og tilbreytingarleysi ellinnar, með öllum þeim pissubleyjum, skorpnum sköflungum og uppþornuðum líffærum sem þessum aldri fylgja. Ég er búin að skila mínu, eru 7 ár ekki nóg?

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home