blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, október 19, 2006

Ferlega er ég eitthvað einbeitingarlaus um þetta nám mitt. Þetta gengur ekki. Og ég að fara til Rússlands í viku, ekki bætir það úr skák. Jú, nema þar fæ ég auðvitað að tala fullt af rússnesku, það kemur auðvitað ekki að sök.

Í dag fór ég í labbitúr með Alexöndru (fyrrum Alexander) á Nörrebrogade og þóttumst við ætla að kaupa föt, sem gerðist svo auðvitað ekki. Ég held svei mér þáað mitt litaraft sé ekki með á listanum hjá fatahönnuðum, það er ekkert nema brúnt, grátt, appelsínugult og fjólublátt í búðunum. Veit ekki hvern þetta klæðir, en ekki hana mig. Gönguferð okkar var svo sem ekki í frásögur færandi, nema það að í fyrsta sinn gláptu arabarnir meira á hana en mig (áður var hún hann og vakti enga sérstaka athygli) og höfðum við nokkuð gaman af. Ég endaði svo á að kaupa sundgleraugu (tilraun til þess að lifa hollu líferni) og svo keyptum við fullt af súkkulaðikökum í Tims Cookies og fórum heim til Alexöndru, drukkum te og hámuðum í okkur smjör með sykri og súkkulaði og horfðum á stælta fimleikamenn sveifla sér í hringjum og yfir kubba.

2 Comments:

  • Hæ Annsa mín. Mikið asskoti er langt síðan ég hef kíkt hér inn á bloggið þitt. Allavega, gat því miður ekki náð þér á msn í dag:-( vonandi næst.

    Ég sé ykkur Alexöndru fyrir mér á Nörrebro í danska haustinu, er farin að hlakka rosa til að komast í það.

    C U in 2 Weeks sweetý!

    BTW þá mun Dorrit sjálf og Tinna vinkona mín mæta til Köben á sama tíma og ég :-) svo við förum allar saman á skrallið!! JIBBí

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:40 f.h.  

  • hérna... hefuru eitthvað á móti mér?? þú svarar mér aldrei á msn.. svo ertu bara farin offline án þess svo mikið sem að kveðja..:(:( ég hef alveg tilfinningar og svona:'(

    By Blogger Halla, at 5:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home