blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, október 12, 2006

Hér í landi gerast menn sí nýjungagjarnari þegar kemur að því hvernig megi ímynda sér spámanninn miðausturlenska. Seinasta uppátækið var að teikna hann í líki stóls. Gaman þætti mér nú að sjá hvernig það kom út. Pia Kjærsgaard heldur því staðfastlega fram að þetta sé engan veginn gert til að til að æsa múslimana upp, en til hvers er þetta þá, spyr ég og fleiri. Nærri daglega koma fram ný "myndamál" þar sem fólk (yfirleitt úr Danske Folkeparti) hefur verið að skemmta sér við þetta pár, og ég veit ekki til hvers annars þetta ætti að vera til fallið en að æsa aðra upp. Myndi maður ekki bara annars teikna í teiknaheftið sitt og hafa það heima í skúffu, en ekki festa aðgerðirnar á filmu og senda í fréttir? Maður spyr sig.

Mér finnst eins og minn gamli pólitíski andi sé að blossa upp á ný, eftir að hafa legið í dvala. Mig langar að fara í mótmælagöngur og berjast fyrir málstað. Verst hvað ég er alltaf í mikilli tímaþröng.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home