blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Á morgun á ég að halda stuttan fyrirlestur eða uppákomu um Meistarann og Margarítu í tímanum hjá Jon. Hann gaf mér nokkur góð ráð um hvernig skyldi að fara, og bætti svo við að nú væri ég kennari en ekki nemandi. Það er naumast! Það væri fínt ef allir tækju mig svona alvarlega.

Ég er komin með viðbjóð á að búa ein. Kannski ætti ég að fá mér naggrís, eða eitthvað annað lítið dýr til að halda mér félagsskap. Mig er farið að dreyma um fullt hús af börnum eða a.m.k. eitt eða tvö sem koma hlaupandi í fangið á mér, ær af kátínu við að sjá mig eftir langan dag aðskilnaðar. Því hér bíður yfirleitt enginn eftir mér nema sjónvarpið og tölvan.Snapp snapp.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home