blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, mars 13, 2007

Fólk hefur verið að gera athugasemdir við það að ég komi sennilega ekki til Íslands í sumar. Takið eftir orðinu "sennilega", því ekkert er ráðið í þessari stöðu. Ég vil auðvitað endilega koma í brúðkaupið hjá Sylvíu og Kjartani, en þar sem Kaupmannahafnarháskóli hefur fyrir reglu að tilkynna ekki dagsetningar sumarprófa fyrr en í lok maí (fáránlegt), get ég því miður ekkert sagt til um það eins og er. En það er aldrei að vita nema ég komi í skreppitúr í lok sumars, ef svo fer að ég komist ekki þarna í júní. En takk Hrafnhildur, ég er líka mjög ánægð með fríið mitt, og hlakka gríðarlega til.

Af mér er það að frétta að ég er komin á fullt í félagsstarfsemi af ýmsu tagi. Ég er með í barstjórninni (torsdagsbarinn góði), er ásamt Ditte og Mette vinkonum mínum að setja upp heimildamyndakvöld og málstofu um stríðsglæpina sem Rússland fremur gegn sínum eigin þegnum í Tsétséníu, og er svo búin að bjóða mig fram sem sjálfboðaliða í integrationsverkefni fyrir börn og unglinga (hvað heitir integration á íslensku?) í sumar. Mér finnst gaman að vera orðin virk á ný. Síðan að ég hætti í Bríet (það var bara af því að ég flutti hingað), hef ég eiginlega ekki haft tíma eða löngun til að sinna neinu öðru en sjálfri mér. En núna er eins og ég sé komin á alveg rétta hillu í lífinu, allt gengur svo vel og mig langar að leggja mitt af mörkum til að hjálpa öðrum og gera heiminn að betri stað.

1 Comments:

  • Ég er að skima eftir orðabók... finn enga. Veit ekki hvað intergration með börn er :(

    By Blogger Unknown, at 12:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home