blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, apríl 28, 2007

Oft finnst mér eins og ég gæti verið að gera eitthvað miklu merkilegra við tíma minn en ég geri. Ég eyði t.d. oft allt of miklum tíma í að horfa á einskis nýtt blaður í sjónvarpinu, þegar ég gæti verið að lesa eða skrifa eitthvað sniðugt. Aldrei fer ég í leikhús, en fer reglulega á barinn. Mig minnir að ég hafi haft áætlanir um betra líf fyrir nokkrum mánuðum. Áætlanirnar snertu meðal annars mataruppskriftir og menningarlega afþreyingu. Mér tókst að halda mig við plönin í u.þ.b. mánuð, ég fór einu sinni á danssýningu, bakaði tvisvar brauð og prófaði nokkrar nýjar uppskriftir. Síðan hefur allt verið við það sama. Ókennilegir pastaréttir sem ég slafra í mig fyrir framan sjónvarpið, nærri leikhúsum kemst ég ekki en að skoða auglýsingaspjöldin, og ég er aftur farin að fylgjast með TopModel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home