Þessa dagana er ég á fullu að lesa mér til um sögu Sankti Pétursborgar, Moskvu og hins fornar bæjar, Novgorod. Þetta er umfangsríkur lestur, enda margar frægar persónur og staðir sem koma við sögu, og þetta þarf ég að hafa á hreinu þegar ég legg af stað sem ferðastýra þann 1.apríl. Til allrar hamingju hef ég heyrt þetta allt oft áður, en aldrei lagt sérstaklega á minnið. En mér finnst bara fínt að endurnýja kynnin við sögu Rússlands, það væri nú ekki gott að útskrifast með meistaragráðu í rússneskri tungu og menningu og standa svo alveg á gati, jafnvel þó að ég sé á málvísindabraut. Ég sé fyrst og fremst eftir því að hafa ekki hlustað betur í sögutímunum á fyrsta ári, en þá hafði ég mjög takmarkaðan áhuga á sögu yfirleitt, þó ég minnist að hafa þótt tímarnir í sögu Austur-Evrópu mjög spennandi, þar sem þeir tímar veittu mjög góða yfirsýn yfir þróun og samband austurevrópsku ríkjanna. Það eina sem mér fannst spennandi í sögu Rússlands var Katarína mikla, en ekki einu sinni henni veitti ég nógu mikla athygli. Kannski er söguáhugi bara eitthvað sem kemur með aldrinum, nema maður fæðist sögugrúskari. Ég fæddist málanörd og skáldsagnafrík, og er fyrst núna á seinni árum farin að hafa gaman af sögu. Ég man nú til dæmis hvað ég hefði fegin viljað brenna Íslandssöguna í grunnskóla, svo að ég þyrfti aldrei að heyra um hana meir!
2 Comments:
Enda er Íslandssögukennsla full af samhengislausum hugtökum í mínu minni.. Stóri dómur, Gamli sáttmáli og Þurrabúðarmenn..??
By Tinnuli, at 12:35 e.h.
svo minnir mig að þú hafir alltaf notað sögutíma í MH eins og leikskólabörn nota það sem heitir hvíld.
Þú meira að segja slefaðir.
By Unknown, at 3:06 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home