blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, apríl 13, 2007

Þetta gerist ekki betra

Krakkar mínir komiði sæl. Atburður ársins hefur átt sér stað. Armen hefur verið ráðinn í starfsnám hjá arkitektafyrirtækinu Bjarke Engels Group frá því í september í heilt ár! Þar sem að þetta er starfsnám en ekki "alvöru" starf, eru launin ekki há en ætli við spjörum okkur ekki samt. Nú er bara að finna íbúð handa okkur skötuhjúunm!

Aðrar skemmtilegar fréttir eru að hér á Amager hefur verið opnuð íslensk fiskbúð, og í dag gerði ég mér ferð þangað og keypti mér ýsu í soðið, svona akkúrat á gamla mátann. Ekki leiðinlegt!

3 Comments:

  • Æðislegar fréttir. Nú þarftu bara að koma með kauða á frónið svo við getum barið hann augum.

    By Blogger Sif, at 12:13 f.h.  

  • Til lukku með vinnu drengsins. Nú vantar ekkert nema hamsatólg!

    By Blogger Unknown, at 2:01 e.h.  

  • þetta eru aldeilis góðar fréttir, nú er bara að vona að þið fáið ykkur risastóra íbúð svo að ég geti lagst upp á ykkur í minni árlegu kaupmannahafnarferð ;)

    þetta með fiskinn er undur. fólk sem hefur ekki búið lengi í útlöndum getur aldrei skilið hve gott það er að fá eitthvað alveg sér-íslenskt. stapparu hana með smjöri og tómatsósu eða ætlaru að steikja hana í raspi?

    og já - farðu að koma með armen hingað. vá hvað hann myndi fíla rvk um sumar. UM SUMAR! og ég bið að heilsa honum.

    þín vinkona í glæpum,
    helga þórey.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home